18. janúar 2011

Gríslingamótið á Akranesi

Gríslingamót Badmintonfélags Akraness verður haldið sunnudaginn 23.janúar n.k. í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi.

Mótið er ætlað krökkum fæddum 2000 og síðar. Krökkunum verður skipt upp í lið og verður haldin skemmtileg keppni milli liða í einliðaleik.

Mæting er klukkan 9:45 á sunnudagsmorgun og hefjast fyrstu leikir um klukkan 10:30. Mótsgjaldið er 500 krónur. Allir krakkar fá glaðning fyrir þátttökuna.

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 19.janúar. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Ebbu á netfangið finnuring@simnet.is eða í síma 860-2667.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes