4. mars 2011

Íslandsmót unglinga á Siglufirði og Ólafsfirði um helgina

Íslandsmót unglinga verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði um helgina. Badmintondeild TBS heldur mótið þetta árið. U11 og U13 spila á Siglufirði en U15, U17 og U19 á Ólafsfirði. Undanúrslitaleikir í einliðaleik og allir úrslitaleikir verða spilaðir á Siglufirði á sunnudeginum.

 

 

Keppendur frá Skallagrím eru 5 talsins, Ísfold Grétarsdóttir í U17, Arnór Tumi Finnsson U15, Harpa Hilmisdóttir og Einar Gilbert Einarsson U13 og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir U11.

 

Mótið hefst laugardaginn 5. mars kl. 9:00 og eru áætluð lok dagsins um kl. 20:30. Keppni í U11 hefst klukkan 9:00 á laugardeginum og líkur keppni hjá þeim um kl. 11:00. Þá verða verðlaunapeningar afhentir fyrir þann flokk. Á sunnudeginum hefst keppni klukkan 9:00 og áætlað að móti ljúki um kl. 14:00.

 

Spilaðir verða 450 leikir um helgina og eru keppendur 213 talsins frá 11 félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherja, TBA, TBR, TBS, UMF Skallagrími og UMF Þór. Á laugardagskvöldið er kvöldvaka og bingó klukkan 20:30. Gist verður í Grunnskólanum á Siglufirði.

 

Prúðasta liðið fær bikar í lok mótsins.

 

Mótsstjóri er Vignir Sigurðsson og mótsstjórn skipa Bjarki Stefánsson, Daníel Thomsen, Sigríður G. Bjarnadóttir, Broddi Kristjánsson og Margrét Gunnarsdóttir.

 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar mótsins.

Athugið að tímasetningar og niðurraðanir hafa breyst síðan mótið var birt á netinu í morgun.

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes