15. mars 2011

4 silfurverðlaun í hús hjá Skallagrímskrökkum á Íslandsmóti unglinga í badminton.

Íslandsmót unglinga var haldið á Siglufirði og Ólafsfirði helgina 5.-6. mars. Skráðir þátttakendur voru 213 frá 11 félögum. Þátttakendur frá Skallagrími voru 5 talsins. 

Það voru þau Ísfold Grétarsdóttir U17, Arnór Tumi Finnsson U15, Einar Gilbert Einarsson U13, Harpa Hilmisdóttir U13 og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir U11. Þær Harpa og Ingibjörg Rósa urðu báðar í 2. sæti í einliðaleik í sínum aldursflokkum og Einar Gilbert varð í 2. sæti í aukaflokki í sínum aldursflokki. Harpa og Alexander Örn Kárason ÍA urðu svo í 2. sæti í tvenndarleik í sínum aldursflokki. Góður árangur hjá þessu unga og efnilega badmintonfólki okkar.

 

 

SB
Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes