22. ágúst 2012

Miniton - badmintonskóli fyrir byrjendur

Laugardaginn 1. september mun badmintondeildin fara af stað með nýtt námskeið sem er hugsað fyrir börn á aldrinum 4-10 ára þar sem kennd eru grunnatriði í badmintoníþróttinni í gegnum hinar ýmsu æfingar og leiki. Hverju barni fylgir einn fullorðinn einstaklingur og tekur hann virkan þátt í æfingum barnanna.

Þessi þjálfunaraðferð hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu og kemur hugmyndasmiðurinn frá Danmörku. Æfingarnar og leikirnir eru bland af ýmsum fóta-, jafnvægis-, tækni- og hraðaæfingum.

Yfirþjálfari er Helgi Magnússon og mun hann vera með aðstoðarfólk með sér.

Skráningarfrestur er til 31. ágúst og er námskeiðisgjald kr. 3.000.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 892-3468 eða á netfangið skallababbinn@gmail.com.

 

SB
Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes