11. september 2012

Tímar í Badminton veturinn 2012-2013

Hér er hægt að smella á og sjá æfingatöflu vetrarins.

Æfingar hafa farið vel af stað og fjölgar í hverjum tíma en alltaf pláss fyrir nýja. Aðeins hefur verið spurt eftir tímum fyrir trimmara og bendum við á laugardagstíma á milli kl. 17 og 18 þar sem trimmarar geta nýtt þann tíma og eins er sá tími tilvalinn fyrir fjölskyldur. Endilega hafið samband við Siggu, sigga.bjarna@badminton.is, gsm 892-3468 ef þið hafið fyrirspurn og eins ef ykkur vantar tilsögn eða hvað eina.  

 

Miniton námskeið/badmintonskólinn hefur einnig farið vel af stað en alls eru skráð 13 börn sem þýðir að þátttakendur eru 26 auk þjálfara og aðstoðarfólks. Badmintonskólinn er á laugardagsmorgnum kl. 10.

SB
Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes