23. janúar 2013

Harpa valin í Unglingalandslið U17

Harpa Hilmisdóttir badmintonkona ársins hjá Skallagrím hefur verið valin til að keppa með U17 ára landsliðinu fyrir Íslands hönd í Belgíu nú um mánaðarmótin mars-apríl. Hér er frétt frá Badmintonsambandinu um val í landsliðið. Harpa er ein efnilegasta badmintonkona landsins og er einungis 14 ára og verður það að teljast frábær árangur að vera valin í hópinn. Um síðustu helgi keppti hún á Reykjavík International Games í Reykjavík og átti gott mót þar sem hún sigraði bæði í einliðaleik U15 og í tvíliðaleik U17. Hér má finna úrslitin úr því móti.  

Harpa Hilmisdóttir badmintonkona ársins hjá Skallagrím hefur verið valin til að keppa með U17 ára landsliðinu fyrir Íslands hönd í Belgíu nú um mánaðarmótin mars-apríl. Hér er frétt frá Badmintonsambandinu um val í landsliðið.

 

Harpa er ein efnilegasta badmintonkona landsins og er einungis 14 ára og verður það að teljast frábær árangur að vera valin í hópinn.

 

Um síðustu helgi keppti hún á Reykjavík International Games í Reykjavík og átti hún gott mót. Hún sigraði bæði í einliðaleik U15 og í tvíliðaleik U17. Hér má finna úrslitin úr því móti.

 

Til hamingju Harpa!

 

SGB
Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes