22. mars 2011

Íþróttamaður Borgarbyggðar

Jón Ingi Sigurðsson sundmaður úr Skallagrími var kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2010 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti síðastliðið laugardagskvöld.

Á hátíðinni veitti Aðalstjórn skallagríms viðurkenningu til Knattspyrnudeildar fyrir gott starf innan deildar, en á árinu hefur deildinn unnið mjög gott starf og meðal annars fékk deildinn viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ. 

Einnig veitti Aðalstjórn Veroniku Sigurvinsdóttir Skallagrímsbikarinn svonefnda.

Veronika hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir skallagrím í fjölda mörg ár og er vel að viðurkenningunni komin.

 

Þeir sem tilnefndir voru sem íþróttamenn ársins í borgarbyggð:

Arnór Tumi Finnsson, Umf. Skallagrími fyrir badminton.

Birgir Þór Sverrisson, Umf. Skallagrími  fyrir körfuknattleik.

Bjarki Pétursson, Golfklúbbi Borgarness fyrir golf.

Erna Dögg Pálsdóttir, Dansíþróttafélagi Borgarfjarðarfyrir dans.

Gunnar Halldórsson, Hestamannafélaginu Skugga fyrir hestamennsku.

Jón Ingi Sigurðsson, Umf. Skallagrími fyrir sund.

Orri Jónsson, Umf. Dagrenningufyrir frjálsar íþróttir.

Sigmar Aron Ómarsson, Umf. Íslendingifyrir frjálsar íþróttir.

Sigrún Rós Helgadóttir, Hestamannafélaginu Faxa fyrir hestamennsku.

Sölvi Gylfason, Umf. Skallagrími fyrir knattspyrnu.

 

Tveir íþróttamenn hlutu viðurkenningu úr Minningasjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar að þessu sinni, þeir Ólafur Axel Björnsson og Sumarliði Páll Sigurbergsson.

 

Fjórir ungir íþróttamenn í Borgarbyggð voru valdir í landslið Íslands á árinu 2010, hver í sinni grein, og hlutu þeir viðurkenningu fyrir árangur sinn. Þau eru:

Bjarki Pétursson, sem var í unglingalandsliði U-16 ára í golfi.

Hulda Rún Finnbogadóttir, sem var í unglingalandsliði í skák.

Sigmar Aron Ómarsson, sem var í A-landsliði í dansi.

Tinna Kristín Finnbogadóttir, sem var í unglingalandsliði í skák og í A-landsliði kvenna í skák.

 

Aðalstjórn Skallagríms óskar öllum til hamingju með árangurinn.

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes