7. desember 2011

Góð mæting á fyrirlestur Loga Geirs

Fyrirlesturinn "Það fæðist enginn atvinnumaður" með Loga Geirs var haldinn þriðjudaginn 6. des fyrir fullum sal í Hjálmakletti.  

Mikill áhugi var fyrir fyrirlestrinum, en alls voru 170-180 manns  ungir sem aldnir saman komnir og ríkti almenn ánægja með lesturinn.  Fjallaði Logi meðal annars um matarræði, sjálfstraust, hugarfar og markmiðssetningu ásamt því að svara spurningum úr sal.   

  

Það var samstillt átak nokkurra íþróttafélaga í Borgarbyggð að fá fyrirlesturinn . Voru það aðalstjórn Skallagríms, ungmennafélagið Íslendingur, hestamannafélagið Faxi ásamt Knattspyrnudeild, Körfuknattleiksdeild, Sunddeild, Badmintondeild og Frjálsíþróttadeild skallagríms. Er þetta vonandi ávísun á meiri samvinnu íþróttafélaganna í borgarbyggð að sameinast um að gera gott íþróttastarf í sveitafélaginu betra.

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes