19. maí 2013

Aðalfundi frestað

Boðuðum aðalfundi hefur verið frestað til sunnudagsins 26 maí næstkomandi kl 20:00. Ástæða frestunar er vegna fyrsta heimaleiks meistaraflokks karla í knattspyrnu, sem fram fer á skallagrímsvelli miðvikudagskvöldið 22 maí

 

Aðalfundarboð

Aðalfundur Ungmennafélagsins skallagríms verður haldinn Sunnudaginn 26 maí næstkomandi kl 20:00 á skrifstofu UMSB Borgarbraut 61Borgarnesi

Dagskrá aðalfundar:

1. Formaður setur fundinn.

2. Kosinn fundarstjóri.

3. Kosinn fundarritari.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.

5. Aðalstjórn leggur fram skriflega skýrslu um starfsemi félagsins.

6. Aðalstjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins og einstakra deilda á liðnu starfsári.

7. Umræður um skýrslur og reikninga og afgreiðsla þeirra.

8. Ákvörðun tekin um hámarks og lágmarksupphæð árgjalda innan félagsins.

9. Lagabreytingar.

10. Stjórnarkjör.

11. Önnur mál.

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes