6. október 2009

Sameiginleg þrekæfing

Miðvikudaga kl. 17:17 verður boðið upp á nýjan þrektíma sem allir 14 ára og eldri geta mætt í hvort sem þeir æfa hjá deildum Umf. Skallgríms eða ekki.  Sem sagt allir mega mæta og vera með í smá sameiginlegu þreki og í góðum og hvetjandi félagsskap. ( Almenningur velkomin líka ).

Hópurinn byrjar úti á Skallagrímsvelli klukkan 17:17 þar sem samnefndur skokkhópur mun slást með í för.  Þar mun Bjarni Þór Traustason íþróttafræðingur verða með létta upphitun, hlaupaæfingar ýmiskonar, þolæfingar og jafnvel æfingar í tröppunum.

Klukkan 18:00 verður farið  inní íþróttasal og þar verður hefðbundin stöðvaþjálfun ásamt stöðukraftsæfingum og að sjálfsögðu teygjuæfingum í lokin undir leiðsögn Bjarna.

Þessar æfingar munum ekki kosta neitt fyrir þá sem mæta nema ef fólk ætlar í pottinn á eftir þá þarf að borga ofan í laug eða sýna mánaðar eða árskort.

Kær kveðja allir velkomnir!

Sameiginlegt átak deilda Umf. Skallagríms
Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes