Frjálsar
STYRKTARAÐILAR
 
4. apríl 2011

Ný stjórn Frjálsíþróttadeildar

Aðalfundur  frjálsíþróttadeildarSkallagríms fór fram 28. febrúar á skrifstofu UMSB.

Ný stjórn var kosin og var Ingimundur Ingimundarson kosinn formaður, Flemming Jessen ritari og Bjarni Þór Traustason gjaldkeri.

 

Stjórnin hefur haldið fjóra fundi og hittist reglulega viku- eða hálfsmánaðarlega eftir verkefnum. Hugmyndin er að byggja deildina upp hægt og markvisst bæði félagslega og íþróttalega, og góðir hlutir gerast hægt.

Fjáhagsstaða deildarinnar er góð og á henni hvíla engar skuldir.

 

 

Æfingar:

Þegar vetraræfingar hófust í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi var ljóst að þjálfara vantaði fyrir frjálsar íþróttir. Flemming Jessen og Ingimundur Ingimundarson ákváðu að bjarga hlutunum fyrsta mánuðinn, en eru reyndar enn að.

Æfingar eru tvisvar í viku. Þriðjudaga 14.20 – 17.35 og föstudaga 15.55 – 16.45.

Þátttakendum hefur fjölgað hægt og bítandi og meðltal á æfingar eftir eru 15 ungmenni.

Sexþraut:

Nú er í gangi keppni í sexþraut. Ein grein er tekin fyrir hvern föstudag. Stig eru gefin eftir ungligastigatöflu FRÍ. Hljóta allir sem ljúka þrautinni viðurkenningar að þraut lokinni.

Allar líkur eru á því að yfir 20 ungmenni ljúki þrautinni.

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes