Frjálsar
STYRKTARAÐILAR
 
25. september 2009

Æfingar fara vel af stað.

 Vetrarstarfið er hafið hjá frjálsum og fer mjög vel af stað. Um 20 krakkar mættu á æfingu á miðvikudaginn var og er það met þátttaka. Er það von okkar hjá frjálsum að fjölga meigi æfingum í október þegar tímatafla Íþróttamiðstöðvar verður endurunnin.

Minni á að í september er frítt á æfingar og hvetjum við krakka til að koma og skoða og prufa.

Fótboltastúlkurnar í 5-4.flokk hafa verið duglegar að koma og eru að auka þrek sitt og þol fyrir komandi sumarvertíð og mótin sem þær koma til með að sækja í vetur.

Með von um gott og frjálstíþróttalegt vetrarstarf.

Kveðja Margrét þjálfari

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes