Frjálsar
STYRKTARAÐILAR
 
9. desember 2009

Jólafrí

Sælir foreldrar og iðkenndur frjálsra.

 

Þá fer að líða að jólafríi hjá okkur.

Miðvikudaginn 16.des ætlum við að gera okkur glaðan frjálsíþróttadag. Þá er síðasta æfing fyrir jólafrí og eiga allir iðkendur og þjálfari að mæta í einhverju RAUÐU eða með eitthvað rautt. Tekin verður stutt æfing og svo gerum við eitthvað skemmtilegt saman.

Við byrjum svo aftur á fullu miðvikudaginn 6.jan 2010.

 

Við erum að vonast til að geta aukið æfingarnar um eina á viku til viðbótar eftir áramót. Margrét mun láta iðkendur vita um aukninguna þegar hún gengur í gildi. 

Með þökk fyrir árið óskum við ykkur Gleðilegra jóla og farsæls komandi frjálsíþrótta árs.

 

 

Anna Dóra og Margrét.
Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes