11. apríl 2016

Öruggur sigur á Kormáki/Hvöt

 Á sunnudag lék meistaraflokkur gegn Kormáki/Hvöt í Akraneshöllinni. Leikurinn hófst með stórsókn Skallanna og stóð sú sókn yfir mest allan leikinn. Kormákur/Hvöt ógnaði þó í föstum leikatriðum þess á milli auk þess sem þeir áttu hættulegar skyndisóknir. Fótboltinn sýnir okkur reglulega að slíkir leikir eru hættulegir og geta hæglega tapast.

Steini þjálfari með Leifi og Ívari

 Það var þó ekki á dagskránni hjá Sköllunum því eftir tæðlega hálftíma leik braut Guðni ísinn með nettu poti úr markteignum eftir frábæra fyrirgjöf frá Þorgeiri, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Skallagrím. Stórsókn Skallanna hélt svo meira og minna áfram út fyrri hálfleikinn án þess þó að mörg dauðafæri sköpuðust.

Í seinni hálfleik jókst sókn Skallanna ef eitthvað var en ákvarðanir við vítateig andstæðinganna voru slakar og því náðist ekki að skapa mikið af færum. Á 73. mínútu kláraði Guðni síðan leikinn með sínu öðru marki eftir frábæran samleik Bigga, Rikka og Steinars þar sem þeir tættu vörn andstæðingsins í sig með glæsilegu einnar snertingar þríhyrningsspili. Ekki tókst að bæta við mörkum og því er úrslitaleikur um sigur í riðlinum framundan. Sá leikur verður næstkomandi laugardag gegn KH á Hlíðarenda. Skallarnir þurfa sigur í leiknum en KH dugir jafntefli.

Lið Skallagríms var þannig skipað: Heiðar Þór var í markinu, Axel og Friðrik voru miðverðir, Þorgeir og Jóhannes bakverðir. Biggi, Sölvi og Steinar voru á miðjunni, Rikki og Viktor Ingi á köntunum og Guðni frammi. Declan er kominn aftur til okkar og kom inn á ásamt Dodda, Elvari og Hlyn.

Næstu leikir
31. júlí 2017
3. flokkur karla C-lið
Fram/Skallagrímur-Valur
Framvöllur - Úlfarsárdal, kl. 20:00
1. ágúst 2017
4. deild karla C riðill
Úlfarnir-Skallagrímur
Framvöllur - Úlfarsárdal, kl. 20:00
9. ágúst 2017
4. deild karla C riðill
Skallagrímur-Kormákur/Hvöt
Skallagrímsvöllur, kl. 19:00
10. ágúst 2017
3. flokkur karla A
Víkingur R.-Fram/Skallagrímur
Víkingsvöllur, kl. 16:00
4. flokkur kvenna A-lið B2
HK-ÍA/Skallagrímur
Kórinn - Grasvöllur, kl. 17:00
3. flokkur karla B-lið A
Víkingur R.-Fram/Skallagrímur
Víkingsvöllur, kl. 17:45
4. flokkur kvenna B-lið B2
HK-ÍA/Skallagrímur
Kórinn - Grasvöllur, kl. 18:30
Úrslit leikja
25. júlí 2017
3. flokkur karla C-lið
Fram/Skallagrímur-Keflavík
2 - 6
24. júlí 2017
4. deild karla C riðill
Skallagrímur-Léttir
2 - 0
24. júlí 2017
3. flokkur karla B-lið A
Fram/Skallagrímur-ÍA
4 - 1
24. júlí 2017
3. flokkur karla A
Fram/Skallagrímur-ÍA
3 - 2
20. júlí 2017
3. flokkur karla C-lið
Fram/Skallagrímur-Afturelding
0 - 14
19. júlí 2017
4. deild karla C riðill
Árborg-Skallagrímur
1 - 1
18. júlí 2017
3. flokkur karla B-lið A
Fram/Skallagrímur-KR
2 - 2
18. júlí 2017
3. flokkur karla A
Fram/Skallagrímur-KR
4 - 1
17. júlí 2017
4. flokkur kvenna A-lið B2
Grindavík-ÍA/Skallagrímur
1 - 3
16. júlí 2017
4. flokkur kvenna B-lið B2
FH 2-ÍA/Skallagrímur
5 - 0
Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes