6. maí 2016

Knattspyrnudeild | Reykjavíkurmeistarar

 Samstarfslið Fram/Skallagríms varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari í 3. flokki í keppni b - liða. Þeir sigruðu Víking örugglega með þremur mörkum gegn engu í lokaleik mótsins. Drengirnir standa því uppi sem sigurvegarar á mótinu með fullt hús stiga. Þeir sigruðu alla 5 leiki sína, skoruðu 30 mörk en fengu á sig 5. Elís Dofri var þriðji markahæstur í riðlinum með 8 mörk í 5 leikjum en Framarinn Aron Snær var næst markahæstur með 10 mörk. Elís og Elvar léku alla leikina með B liðinu, Gunnar Örn 2 leiki og Fannar og Stefán Jóhann 1.

Stefán Jóhann í leik með Fram/Skallagrím

27. apríl 2016

Knattspyrnudeild | Fréttir af aðalfundi knattspyrnudeildar

 Aðalfundur knattspyrnudeildar Skallagríms fór fram í síðustu viku í MB. Undanfarið ár hefur mikil áhersla verið á ábyrga fjármálastjórn og skilaði það sér í því að deildin var rekin með hagnaði árið 2015 og tókst því að rétta reksturinn við frá árinu á undan og stendur deildin því vel að vígi.

Iðkendafjöldi deildarinnar hefur haldist stöðugur undanfarið og því ber að fagna. Meðalfjöldi iðkenda árið 2015 var 117 á móti 87 árið 2014.

11. apríl 2016

Knattspyrnudeild | Öruggur sigur á Kormáki/Hvöt

 Á sunnudag lék meistaraflokkur gegn Kormáki/Hvöt í Akraneshöllinni. Leikurinn hófst með stórsókn Skallanna og stóð sú sókn yfir mest allan leikinn. Kormákur/Hvöt ógnaði þó í föstum leikatriðum þess á milli auk þess sem þeir áttu hættulegar skyndisóknir. Fótboltinn sýnir okkur reglulega að slíkir leikir eru hættulegir og geta hæglega tapast.

Steini þjálfari með Leifi og Ívari

11. apríl 2016

Knattspyrnudeild | Aðalfundur knattspyrnudeildar 2016 - BREYTT DAGSETNING

 Aðalfundur knattspyrnudeildar Skallagríms árið 2016 veður haldinn í Menntaborg þriðjudaginn 19. apríl klukkan 20:00

Dagskrá fundarins:

Hefðbundin aðalfundarstörf

 

Foreldrar iðkenda, velunnarar félgasins og knattspyrnuáhugamenn hvattir til að mæta

21. mars 2016

Knattspyrnudeild | Flottur sigur um helgina

Meistaraflokkur Skallagríms átti góðan leik í gær við Stál úlf í lengjubikarnum en leikurinn fór fram á gervigrasvellinum við Kórinn í Kópavogi.

Borgnesingar voru sterkari í fyrri hálfleik þrátt fyrir fá færi en mikil barátta einkenndi leikinn á köflum. Staðan því markalaus í hálfleik.

Okkar menn voru ekki lengi að breyta því í seinni hálfleiknum því á 47. mínútu hirti Guðni boltann af varnarmanni andstæðinganna, keyrði inn í teiginn og lét vaða á markið, 1-0 fyrir Skallagrím.

 

17. mars 2016

Knattspyrnudeild | Öruggur sigur í fyrsta leik

Meistaraflokkur Skallagríms vann öruggan sigur í fyrsta leik í lengjubikarnum í gær þegar liðið spilaði á móti Afríku.

7-1 urðu lokatölur leiksins en mörkin skoruðu  Guðni ( 2 ), Sölvi ( 2 ), Birgir, Jóhannes og Viktor Ingi. Mikið af nýjum mönnum voru í gær að leika sinn fyrsta mótsleik með liðinu en miklar breytingar hafa orðið frá síðasta sumri.

16. mars 2016

Knattspyrnudeild | Lengjubikarinn hefst í kvöld

Fyrsti leikur meistaraflokks Skallagríms í Lengjubikarnum er í kvöld þegar strákarnir spila á móti liði Afríku en leikurinn fer fram í safamýrinni. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Skallagríms frá því síðasta vetur og stillum við upp ungu liði í kvöld.

Aðalsteinn þjálfari með Leifi og Ívari
 

16. febrúar 2016

Knattspyrnudeild | Sterkur riðill í Íslandsmótinu

Dregið hefur verið í riðla fyrir Íslandsmótið í sumar en þar spilar Skallagrímur í B riðli 4. deildar. Önnur lið í þeim riðli eru  GG, Snæfell, Örninn, KB, KFG og ÍH. það er ljóst að þetta er mjög sterkur riðill en fyrirfram má búast við að 4 af þessum liðum stefni á að komast í úrslitakeppnina.

29. janúar 2016

Knattspyrnudeild | Elís Dofri á úrtaksæfingar hjá u-16

 Elís Dofri Gylfason var nú fyrr í vikunni valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum KSÍ fyrir landslið Íslands skipað leikmönnum yngri en 16 ára. Elís er annar leikmaður Skallagríms sem er valinn á æfingar hjá þessum hóp en Brynjar Snær Pálsson æfði með hópnum fyrir áramót. Strákarnir eru báðir hluti af efnilegum 3. flokk hér í Borgarnesi og hafa verið að æfa með sameiginlegu liði Fram/Skallagríms.

Bræðurnir Elís og Sölvi

18. janúar 2016

Knattspyrnudeild | Faxaflóamótið farið af stað

 Það er nóg um að vera hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar þessa dagana þrátt fyrir að veturinn sé ansi kaldur. Faxaflóamótið er hafið hjá 4. flokk drengja þar sem þeir hafa spilað 4 leiki sem allir hafa unnist. Seinna í þessum mánuði hefst síðan mótið hjá 5. flokk karla og kvenna en stefnt er að því að spila okkar heimaleiki í Mosfellsbæ.

Drengir í 4. flokk eftir sigur í Hveragerði um helgina

18. desember 2015

Knattspyrnudeild | Jólafrí knattspyrnudeildar

 Í dag er síðasti dagur æfinga á þessu ári hjá knattspyrnudeildinni. Við tekur frí yfir jól og áramót og hefjast æfingar aftur 4. janúar. Knattspyrnudeildin óskar öllum gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á liðnu ári.

7. desember 2015

Knattspyrnudeild | Æfingar í dag falla niður

Allar æfingar hjá deildinni falla niður í dag vegna veðurs.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes