STYRKTARAÐILAR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11. júlí 2016

Stútfull fótboltahelgi að baki í Borgarnesi

 Nóg var að gerast í boltanum um helgina en Skallagrímsfólk lék alls 6 leiki. 4. flokkur reið á vaðið með leik gegn Fjölni á Skallagrímsvelli síðastliðinn föstudag. Gaman var að sjá fjölmarga áhorfendur í brekkunniog strákarnir komust í 1-0 með marki Arons eftir flotta sendingu frá Alexander eftir um 25 mínútna leik. staðan var síðan 1-0 í hálfleik. Fjölnismenn pressuðu töluvert í síðari hálfleik og náðu að jafna um miðjan hálfleikinn. Undir lok leiksins náðu þeir síðan sigurmarki og tapaðist leikurinn því 1-2

strákarnir í 4. Flokki

 Strax að leik loknum lék meistaraflokkur gegn GG ú Grindavík. Leikurinn byrjaði vel fyrir okkar menn en það tók Birgi Theodór einungis 14 mínútur að koma okkur yfir eftir að hafa unnið boltann sjálfur. Skallarnir héldu síðan yfirhöndinni út hálfleikinn sem kom þó ekki í veg fyrir að GG jafnaði leikinn á 40. mínútu með sínu eina færi í hálfleiknum.

Síðari hálfleikur var síðan svipaður, hehimamenn héldu boltanum vel og pressuðu andstæðingana en áttu erfitt með að klára færin. Á 87. mínútu brast síðan stíflan þegar Sigurður Friðrik sendi fyrir á Daníel Inga sem skallaði boltann í netið og reyndist það sigurmarkið. Skallagrímur heldur sér þannig í toppbaráttunni og framundan eru stórir leikir.

Á sama tíma lék 3. flokkur Fram/Skallagríms gegn Aftureldingu í a og b liðum. A liðið vann nokkuð öruggan 2-0 sigur þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. B liðið vann einnig sinn leik en hann endaði 7-4 þar sem lítið fór fyrir góðum varnarleik.

Á laugardeginum áttu stelpurnar í 4. flokk hjá sameiginlegu liði Fram/Afturelding/Skallagríms leik gegn Stjörnunni hér í Borgarnesi í a og b liðum. Mjög gott Stjörnulið hafði sigur í báðum leikjunum en 7 stelpur frá Borgarnesi spiluðu leikina.

Stelpurnar í Fram/Afturelding/skallagrím

Næstu leikir
25. mars 2018
FM - 4. fl. karla A-lið B-deild 17/18
Njarðvík-Skallagrímur
Reykjaneshöllin, kl. 10:00
FM - 3. fl. karla C-lið 17/18
FH-ÍA/Skallagrímur
Gaman Ferða völlurinn, kl. 17:00
29. mars 2018
Lengjubikar karla - C deild R2
SR-Skallagrímur
Eimskipsvöllurinn, kl. 14:00
7. apríl 2018
FM - 4. fl. karla A-lið B-deild 17/18
Skallagrímur-Reynir/Víðir
Framvöllur - Úlfarsárdal, kl. 13:00
FM - 4. fl. kvenna A-lið A 17/18
Selfoss/Hamar/Ægir-ÍA/Skallagrímur
JÁVERK-völlurinn, kl. 14:00
FM - 3. fl. karla A-lið A 17/18
HK-ÍA/Skallagrímur
Kórinn, kl. 14:00
Lengjubikar karla - C deild R2
Skallagrímur-Kormákur/Hvöt
Akraneshöllin, kl. 15:00
FM - 3. fl. karla B-lið A 17/18
HK-ÍA/Skallagrímur
Kórinn, kl. 15:30
Úrslit leikja
24. mars 2018
FM - 3. fl. karla B-lið A 17/18
ÍA/Skallagrímur-Breiðablik
2 - 5
24. mars 2018
FM - 3. fl. karla A-lið A 17/18
ÍA/Skallagrímur-Breiðablik
0 - 4
23. mars 2018
Lengjubikar karla - C deild R2
Skallagrímur-Hvíti riddarinn
0 - 2
18. mars 2018
FM - 3. fl. kv A-lið 17/18
FH-ÍA/Skallagrímur
0 - 5
18. mars 2018
FM - 3. fl. karla B-lið A 17/18
Afturelding-ÍA/Skallagrímur
2 - 2
18. mars 2018
FM - 3. fl. karla A-lið A 17/18
Afturelding-ÍA/Skallagrímur
1 - 2
17. mars 2018
FM - 5. fl. karla B-lið C
Skallagrímur-Njarðvík
0 - 5
17. mars 2018
FM - 5. fl. karla A-lið C
Skallagrímur-Njarðvík
1 - 6
15. mars 2018
FM - 4. fl. kvenna A-lið A 17/18
ÍA/Skallagrímur-Stjarnan
1 - 13
11. mars 2018
FM - 3. fl. karla C-lið 17/18
ÍA/Skallagrímur-Stjarnan
3 - 2
Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes