22. janúar 2013 00:01

Hin bráðskemmtilega Nanna systir í Lyngbrekku

Sýningin er vel heppnuð, sérstaklega skemmtileg en þó með broddi og fær einróma lof þeirra sem mæta. Áhorfendur skemmta sér mjög vel og hlægja dátt.
Höfundarnir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson hafa báðir mætt á sýningu og voru yfir sig hrifnir. Kjartan sagði t.d. að þetta sé besta uppfærsla á Nönnu systur sem hann hafi séð til þessa.

Ég þykst þess viss að félagar okkar í Skallagrími mundu skemmta sér mjög vel á þessari bráðskemmtilegu leiksýningu.

Almennt miðaverð er kr. 2.500 á mann en við bjóðum afslátt fyrir hópa, 15 manns eða fleiri. Þá er miðaverðið kr. 2.000 á mann.

Veitingar eru til sölu á staðnum (m.a. kaffi og meðlæti) en enginn posi er í húsinu.

Næstu sýningar eru fimmtud. 24/1, föstud. 25/1 og laugardag 26/1.
Sýningarnar hefjast allar kl. 20.30 og eru í Lyngbrekku.

Miðapantanir eru í síma: 846 2293.

meira...
19. maí 2010 21:37

Ný stjórn mynduð á aðalfundi leikdeildarinnar

Á aðalfundi leikdeildar Skallagríms í mars urðu nokkur mannaskipti í stjórninni.  Nýr formaður var kosinn, Rebekka Atladóttir, og er hún boðin hjartanlega velkomin til starfa.  Jónas Þorkelsson, fráfarandi formaður, tók að sér stöðu gjaldkera en annars lítur ný stjórn út á eftirfarandi hátt:

 

Formaður: Rebekka Atladóttir

Gjaldkeri: Jónas Þorkelsson

Ritari: Harpa Einarsdóttir

Meðstjórnandi: Ása Dóra Garðarsdóttir

Meðstjórnandi: Nonni Gulli Guðbrandsson

 

Fráfarandi stjórnarmeðlimir eru Þröstur Reynisson og Ásthildur Kristín Júlíusdóttir.  Þeim eru þökkuð vel unnin störf í þágu leikdeildarinnar.

 

Það er mikill metnaður og hugur í nýja formanninum okkar og öruggt er að leikdeildin mun stefna að því að láta meira að sér kveða á komandi misserum.  Okkar markmið er að eiga öfluga leikdeild sem allir geta verið stoltir af.

 

Með kveðju,

stjórnin.

 

 

meira...
16. mars 2010 20:59

Aukasýningar á Gullna hliðinu

Vegna góðrar aðsóknar verða aukasýningar á Gullna hliðinu eftirtalda daga:

 

Föstudaginn 19.mars - 6.sýning

Sunnudaginn 21.mars - 7.sýning

 

Fimmtudaginn 25.mars - 8.sýning

Föstudaginn 26.mars - Síðasta sýning

 

Allar sýningar hefjast kl.20.30.

 

Miðapantanir í S:848-9043.

meira...
16. mars 2010 20:54

Aðalfundur

Leikdeild UMF Skallagríms boðar til aðalfundar sunnudaginn 21.mars n.k kl. 17:00.  Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Lyngbrekku.

                                                       Dagskrá:

                                                  1. Venjuleg aðalfundarstörf
                                                  2. Kosning stjórnar
                                                  3. Önnur mál.

                                             Stjórn Leikdeildar UMF. Skallagríms
 

meira...
7. mars 2010 15:22

Gullna hliðið - sýningardagar

Næstu sýningar á Gullna hliðinu í Lyngbrekku eru sem hér segir:

 

2. sýning sunnudaginn    7.mars

3. sýning fimmtudaginn  11.mars

4. sýning föstudaginn     12.mars

5. sýning laugardaginn   13.mars

 

Allar sýningar hefjast kl.20.30. 

 

Miðaverð er kr. 2000 fyrir fullorðna og kr.1000 fyrir börn, 13 ára og yngri.

 

Miðapantanir í S:848-9043

meira...
7. mars 2010 14:56

Gullna hliðið frumsýnt í Lyngbrekku

Föstudaginn 5.mars frumsýndi leikdeild UMF Skallagríms Gullna Hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.  Húsfyllir var í Lyngbrekku og ekki annað að sjá en að áhorfendur hafi skemmt sér alveg konunglega.

 

Leikdeildin hefur staðið í ströngu æfingarferli síðustu vikur undir öruggri handleiðslu Rúnars Guðbrandssonar leikstjóra.  Yfir 20 leikarar stíga á svið í þessari uppfærslu og sumir í fleiri en einu hlutverki.  Hlutverk kerlingar er í höndum Rebekku Atladóttur og Jónas Þorkelsson fer með hlutverk Jóns.  Þröstur Reynisson leikur Óvininn.

 

Inni í myndum má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á æfingum.

 

Leikdeildin vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu á einn eða annan hátt að sýningunni og hvetur alla til að koma og eiga skemmtilega kvöldstund uppi við hið Gullna hlið!

 

 

meira...
30. desember 2009 22:04

Myndir af leiklistarnámskeiði 2009

Nú eru komnar inn nokkrar myndir frá leiklistarnámskeiðinu sem haldið var í byrjun desember.  Það tókst með eindæmum vel og var mikið fjör eins og sjá má á myndunum.

meira...
30. desember 2009 13:09

Leikdeild Skallagríms setur upp Gullna hliðið

Nú hefur verið ákveðið hvaða verk leikdeildin mun setja upp á komandi ári og varð Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fyrir valinu.  Fyrsti samlestur á verkinu fór fram miðvikudaginn 16.desember í Félagsbæ og var mæting mjög góð eða tæplega 20 manns.  Rúnar Guðbrandsson mun leikstýra hópnum en hann sá einnig um að leikstýra síðasta verki, Allir á svið!  Gullna hliðið er talsvert stærra verk að því leyti að hlutverk eru yfir 20 talsins og búningar og leikmyndahönnun munu krefjast mikillar vinnu.  Við ítrekum því að allir sem eru áhugasamir um að taka þátt í uppsetningu verksins eru hvattir til að setja sig í samband við leikdeildina, hvort sem þeir hafa áhuga á leik eða annarri vinnu.  Annar samlestur verður auglýstur í janúar.

meira...
23. nóvember 2009 08:19
Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes