19. maí 2010

Ný stjórn mynduð á aðalfundi leikdeildarinnar

Á aðalfundi leikdeildar Skallagríms í mars urðu nokkur mannaskipti í stjórninni.  Nýr formaður var kosinn, Rebekka Atladóttir, og er hún boðin hjartanlega velkomin til starfa.  Jónas Þorkelsson, fráfarandi formaður, tók að sér stöðu gjaldkera en annars lítur ný stjórn út á eftirfarandi hátt:

 

Formaður: Rebekka Atladóttir

Gjaldkeri: Jónas Þorkelsson

Ritari: Harpa Einarsdóttir

Meðstjórnandi: Ása Dóra Garðarsdóttir

Meðstjórnandi: Nonni Gulli Guðbrandsson

 

Fráfarandi stjórnarmeðlimir eru Þröstur Reynisson og Ásthildur Kristín Júlíusdóttir.  Þeim eru þökkuð vel unnin störf í þágu leikdeildarinnar.

 

Það er mikill metnaður og hugur í nýja formanninum okkar og öruggt er að leikdeildin mun stefna að því að láta meira að sér kveða á komandi misserum.  Okkar markmið er að eiga öfluga leikdeild sem allir geta verið stoltir af.

 

Með kveðju,

stjórnin.

 

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes