22. janúar 2013

Hin bráðskemmtilega Nanna systir í Lyngbrekku

Sýningin er vel heppnuð, sérstaklega skemmtileg en þó með broddi og fær einróma lof þeirra sem mæta. Áhorfendur skemmta sér mjög vel og hlægja dátt.
Höfundarnir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson hafa báðir mætt á sýningu og voru yfir sig hrifnir. Kjartan sagði t.d. að þetta sé besta uppfærsla á Nönnu systur sem hann hafi séð til þessa.

Ég þykst þess viss að félagar okkar í Skallagrími mundu skemmta sér mjög vel á þessari bráðskemmtilegu leiksýningu.

Almennt miðaverð er kr. 2.500 á mann en við bjóðum afslátt fyrir hópa, 15 manns eða fleiri. Þá er miðaverðið kr. 2.000 á mann.

Veitingar eru til sölu á staðnum (m.a. kaffi og meðlæti) en enginn posi er í húsinu.

Næstu sýningar eru fimmtud. 24/1, föstud. 25/1 og laugardag 26/1.
Sýningarnar hefjast allar kl. 20.30 og eru í Lyngbrekku.

Miðapantanir eru í síma: 846 2293.

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes