30. desember 2009

Leikdeild Skallagríms setur upp Gullna hliðið

Nú hefur verið ákveðið hvaða verk leikdeildin mun setja upp á komandi ári og varð Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fyrir valinu.  Fyrsti samlestur á verkinu fór fram miðvikudaginn 16.desember í Félagsbæ og var mæting mjög góð eða tæplega 20 manns.  Rúnar Guðbrandsson mun leikstýra hópnum en hann sá einnig um að leikstýra síðasta verki, Allir á svið!  Gullna hliðið er talsvert stærra verk að því leyti að hlutverk eru yfir 20 talsins og búningar og leikmyndahönnun munu krefjast mikillar vinnu.  Við ítrekum því að allir sem eru áhugasamir um að taka þátt í uppsetningu verksins eru hvattir til að setja sig í samband við leikdeildina, hvort sem þeir hafa áhuga á leik eða annarri vinnu.  Annar samlestur verður auglýstur í janúar.

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes