7. mars 2010

Gullna hliðið frumsýnt í Lyngbrekku

Föstudaginn 5.mars frumsýndi leikdeild UMF Skallagríms Gullna Hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.  Húsfyllir var í Lyngbrekku og ekki annað að sjá en að áhorfendur hafi skemmt sér alveg konunglega.

 

Leikdeildin hefur staðið í ströngu æfingarferli síðustu vikur undir öruggri handleiðslu Rúnars Guðbrandssonar leikstjóra.  Yfir 20 leikarar stíga á svið í þessari uppfærslu og sumir í fleiri en einu hlutverki.  Hlutverk kerlingar er í höndum Rebekku Atladóttur og Jónas Þorkelsson fer með hlutverk Jóns.  Þröstur Reynisson leikur Óvininn.

 

Inni í myndum má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á æfingum.

 

Leikdeildin vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu á einn eða annan hátt að sýningunni og hvetur alla til að koma og eiga skemmtilega kvöldstund uppi við hið Gullna hlið!

 

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes