8. maí 2013

Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna í maí - júní

Sunddeild Skallagríms býður uppá skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna í maí-júní í sundlauginni í Borgarnesi. Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði skriðsundsins, flot, öndun, líkamslegu, handatök og
fótatök.

 

Áhersla verður lögð á flot og líkamslegu í vatninu, öndun til hliðar og samræmingu handa- og fótataka.

Kennslustundir eru tíu og er hver tími 45 mín.

 

Kennari er Guðmunda Ólöf Jónasdóttir. Námskeiðið kostar kr. 10.000. Einnig þarf að greiða aðgangseyri í laugina.

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti til mloa@simnet.is


Nú þegar er fullskráð í fyrra námskeiðið en seinna námskeiðið verður á eftirfarandi dögum og tímum: 

13. maí kl. Mánudagur       17:30-18:15

15. maí kl. Miðvikudagur   17:30-18:15

21. maí kl. Þriðjudagur       17:30-18:15

23. maí kl. Fimmtudagur    17:30-18:15

27. maí kl. Mánudagur       17:30-18:15

29. maí kl. Miðvikudagur   17:30-18:15

  3. júní kl. Mánudagur       17:30-18:15

  6. júní kl. Miðvikudagur   17:30-18:15

10. júní kl. Mánudagur      17:30-18:15

12. júní kl. Miðvikudagur  17:30-18:15 

 

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes