4. júní 2013

Héraðsmót í sundi 10. júní á Kleppjárnsreykjum

 Héraðsmót UMSB í sundi 2013 verður haldið mánudaginn 10. 
Júní í Sundlauginni á Kleppjárnsreykjum. Mótið hefst kl. 
19.00 en upphitun kl. 18.30. 
 
Þátttökugjald er 500 kr. á hvern þátttakenda en það er 
innheimt í gegnum aðildarfélög keppenda. 
 
Keppt verður í eftirfarandi greinum og aldursflokkum: 
 
8 ára og yngri: 25 m. skriðsund, 25 m. bringusund, 25 m. 
baksund 
9 – 10 ára: 25 m. skriðsund, 50 m. bringusund, 25 m. 
baksund 
11-12 ára: 50 m. skriðsund, 100 m. bringusund, 50 m. 
baksund, 50 m.  
           flugsund og 100 m. fjórsund 
13-14 ára og 15 ára og eldri: 100 m. skriðsund, 100 m. 
bringusund, 100 m.  
           baksund, 100 flugsund og 100 m. fjórsund 
 
 
Skráningar þurfa að berast í síðastalagi sunnudaginn 9. 
Júní í netfangið umsb@umsb.is eða í gegnum 
þjálfara/íþróttakennara.  

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes