6. ágúst 2013

Sundþjálfari óskast

 

Sunddeild Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi leitar að þjálfara/þjálfurum fyrir alla aldurshópa fyrir komandi sundtímabil (sept-maí). Um er að ræða þrjá aldurshópa, kópa (1. - 2. bekkur), seli (3. - 4. bekkur) og höfrunga (5. bekkur og eldri). Æfingar hafa verið tvisvar í viku hjá yngri hópunum en  þrisvar hjá elsta hópnum. Starfið telst vera 35% starf og getur því hentað vel með annarri vinnu sem og skóla.

Gerð er krafa um:

·         reynslu af sundíþróttinni

·         sjálfstæð vinnubrögð

·         frumkvæði

 

Sunddeild Skallagríms hefur þrátt fyrir smæð sína haldið uppi öflugu starfi og fóstrað marga góða sundmenn. Deildin hefur m.a. verið í samstarfi við sundeild Ungmennafélags Grindavíkur um æfingabúðir og sterkur vilji er fyrir frekara samstarfi þessara deilda auk sundfélagsins Vestra á Ísafirði.

Áhugasamir aðilar hafi samband við formann sunddeildar Skallagríms, Jón Ásgeir Sigurvinsson, í síma 8689158 eða á netfangið sund@skallagrimur.is.

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes