23. ágúst 2015

Þjálfaramál og starf vetrar

 Þessa dagana er verið að ganga frá samningum við Sólrúnu Höllu Bjarnadóttur íþrótta- og heilsufræðing en hún mun þjálfa Kópa og Höfrunga sem eru yngstu og elstu iðkendurnir okkar. Það er sannarlega happafengur að fá Sólrúnu Höllu til starfa og  ljóst að von er á flottu starfi í vetur.

 

Okkur vantar þó enn þjálfara fyrir Selahóp sem eru börn í 3. og 4. bekk og æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16-16:45. 
Við hvetjum alla til að líta í kringum sig eftir efnilegum þjálfara fyrir börnin okkar en sundþjálfun með þessa flottu krakka sem við höfum er mjög gefandi og skemmtilegt starf. Áhersla verður í vetur á fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðu teymi þjálfara, foreldra og stjórnar.

 

Þessa dagana er verið að vinna að því að uppfæra heimasíðuna og er ný æfingatfla fyrir veturinn komin. Við byrjum æfingar 31. ágúst hjá öllum hópum og selaæfingar hefjast þriðjudaginn 1. september þó ekki verði búið að festa þjálfara. Það er því óhætt að skrá krakkana á æfingar. 

 

Skráningar fyrir iðkendur 1.-4. bekkjar fara fram í gegnum Íþrótta og tómstundaskólann og ættu allir foreldrar að hafa fengið upplýsingar um það í tölvupósti.  Skráningar fara fram hér: https://umsb.felog.is/ og ef þið hafið einhverjar spurningar eða hafið ekki fengið póst sendið þá fyrirspurn á Sigurð Guðmundsson tómstundastjóra siggi@umsb.is 

 

Skráningar fyrir 5. bekk og eldri iðkendur fara fram á netfanginu sund@skallagrimur.is og svo er um að gera að vera óhrædd við að mæta bara á æfingu og prófa :) 

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes