18. ágúst 2016

Knattspyrnudeild | Síðasti heimaleikurinn á morgun föstudag

 það er komið að síðasta heimaleik sumarsins hjá meistaraflokknum þegar KFG kemur í heimsókn í Borgarnes. Þessi sömu lið mættust á þriðjudagskvöldið í Garðabæ og skildu jöfn 1-1.

þá stefndi allt í sigur garðbæinga en Sigurður Kristján jafnaði metin í uppbótartíma með marki beint úr aukaspyrnu.

28. júlí 2016

Knattspyrnudeild | Landsmót í Borgarnesi um verslunarmannahelgina

 Um helgina fer fram landsmót UMFÍ í Borgarnesi og er búist við miklum mannfjölda á svæðið. Veðurspá fyrir helgina er mjög fín og ættum við að losna við vætu. Fótboltamótið fer fram á æfingavelli og aðalvelli Skallagríms og verða spilaðir 339 leikir þar um helgina.

til að sjá dagskrá fótboltamótsins er hægt að smella hér.

 

Auk íþrótta verður næg afþreying í boði fyrir krakka á öllum aldri.

 

Góða skemmtun.

20. júlí 2016

Körfuknattleiksdeild | Kvennalið Skallagríms verður vel mannað á komandi tímabili !

Nýliðar Skallagríms í úrvalsdeild kvenna hafa gert það gott á leikmannamarkaðnum síðustu daga og vikur og voru m.a. að semja við landsliðskonurnar Auði Írisi Ólafsdóttur og Jóhönnu Björk Sveinsdóttur sem báðar koma frá Haukum. Miðherjinn Ragnheiður Benónýsdóttir samdi einnig við Skallagrím og segir því skilið við Valskonur og Hanna Þráinsdóttir úr Haukum, sem var á venslasamningi hjá Skallagrím á síðustu leiktíð, hefur gert eins árs samning við félagið.
Þær Kristrún Sigurjónsdóttir, Sólrún Sæmundsdóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Arna Hrönn Ámundadóttir og Gunnfríður Ólafsdóttir hafa einnig framlengt samninga sína og verða áfram með liðinu okkar..
Þá leika þær saman í fyrsta sinn í úrvalsdeild systurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir og Arna Hrönn Ámundadóttir. Þær léku saman í einn mánuð í 1. deild kvenna áður en Sigrún gekk til liðs við Grindavík á síðasta tímabili, fyrr í sumar var gengið frá samningi við Sigrúnar sem kemur til baka frá Grindavík og þá er ljóst að Manuel Rodriguez verður áfram með liðið en hann stýrði Skallagrímskonum til sigurs í 1. deild kvenna á síðustu leiktíð.

Það er því ljóst að Skallagrímur ætlar sér stóra hluti á komandi keppnistímabili í úrvalsdeild kvenna, áfram Skallagrímur !

18. júlí 2016

Knattspyrnudeild | Frábært Símamót í Kópavoginum

 Símamóti Breiðabliks í Kópavoginum lauk um helgina en um er að ræða fjölmennasta yngri flokka mót á Íslandi. Það eru stelpur í 5,6 og 7. flokk sem taka þátt og voru um 300 lið frá rúmlega 40 félögum sem tóku þátt.

Í ár sendi Skallagrímur 32 iðkendur á mótið í 4 liðum sem stóðu sig öll með stakri prýði.

fjölmennur hópur frá Skallagrím

11. júlí 2016

Knattspyrnudeild | Stútfull fótboltahelgi að baki í Borgarnesi

 Nóg var að gerast í boltanum um helgina en Skallagrímsfólk lék alls 6 leiki. 4. flokkur reið á vaðið með leik gegn Fjölni á Skallagrímsvelli síðastliðinn föstudag. Gaman var að sjá fjölmarga áhorfendur í brekkunniog strákarnir komust í 1-0 með marki Arons eftir flotta sendingu frá Alexander eftir um 25 mínútna leik. staðan var síðan 1-0 í hálfleik. Fjölnismenn pressuðu töluvert í síðari hálfleik og náðu að jafna um miðjan hálfleikinn. Undir lok leiksins náðu þeir síðan sigurmarki og tapaðist leikurinn því 1-2

strákarnir í 4. Flokki

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes